Ég hef heyrt raddir síðan ég var barn en það var ekki fyrr en ég var unglingur að ég var lögð inn á spítala vegna radda sem voru erfiðar. Í mörg ár fannst mér ég vera einangruð og brennimerkt fyrir að vera stimpluð sem geðsjúklingur og það að heyra raddir hélt áfram að vera erfitt fyrir mig. Geðlyfin sem mér voru gefin þögguðu ekki niður í röddunum en það voru tímar þar sem ég var svo lyfjadópuð að mér var sama um allt einnig það sem raddirnar voru að segja. Meðferðaraðilinn minn hafði lítinn áhuga á upplifunum mínum varðandi raddirnar. En það er staðreynd að á þeim 17 árum sem ég var stimpluð og meðhöndluð með geðklofa kallaði meðferðaraðilinn raddirnar mínar “heyrnaofskynjanir”. Þeir virtust líta á upplifanir mínar af röddum sem ekkert annað en vitlaus efnaskipti í heilanum. Þeir skýrðu heyrnaofskynjanir mínar sem sönnun á einhvers konar boðefnabilun í heilanum.
Þetta viðhorf að líta fram hjá merkingu radda sem sjúklingar upplifa er algengt meðal fagaðila. Þegar ég veiti ráðgjöf handa aðilum sem þjónusta fólk sem heyrir erfiðar raddir finnst mér það stórmerkilegt hversu lítið starfsfólkið veit um upplifanir einstaklingsins. T.d. tók ég nýlega þátt í að aðstoða starfsfólk sem vann á búsetuprógrammi varðandi mann sem heyrir erfiðar raddir um það bil 80% af tíma hans. Þessi maður hafði heyrt erfiðar raddir í meira en tíu ár en ef þú skoðar læknisskýrslu hans, stendur einungis: “Hefur heyrnaofskynjanir sem skipa honum stundum að skaða sjálfan sig”. Eftir tíu ár í meðferð hafði enginn velt því fyrir sér hvaða meiningu raddirnar höfðu fyrir þennan einstakling. Ekkert af starfsfólkinu hafði spurt hvort raddirnar væru karlskyns eða kvenkyns. Tala þær ensku? Eru hjálplegar raddir til staðar sem og erfiðar raddir? Hvernig skilur þú tilvist þessara radda? Er það ein rödd eða eru þær margar? Hvenær koma raddirnar og hvenær koma þær ekki? Hefur þú einhverja stjórn á röddunum til dæmis getur þú haft samband við raddirnar, getur þú rökrætt við raddirnar, getur þú beint athygli þinni frá röddunum og gert eitthvað annað en að hlusta á þær, getur þú sagt þeim að þú munir tala við þær seinna, og svo framvegis?
Svo sannarlega, það að heyra raddir virðist vera brennimerkt ekki aðeins í vestrænni menningu heldur einnig innan geðheilbrigðiskerfisins. Það virðist vera almenna reglan hjá flestu geðfagfólki, að það lítur á það sem tabú að skoða nánar upplifanir fólks af því að heyra raddir. Að sjálfsögðu er slík tabú nálgun einungis til þess fallin að einangra okkur sem heyrum erfiðar raddir.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við sem heyrum raddir erum farin að skipuleggja okkur og ræða upplifanir okkar af því að heyra raddir. Í Hollandi og Englandi eru samtök þeirra sem heyra raddir að skipuleggja sig.
Samtökin heyrum raddir eru samtök sem sjá um upplýsingar, sjálfshjálparhópa, skýrslur um rannsóknir sem tengjast því að heyra raddir, fréttabréf og ráðstefnur fyrir fólk sem heyrir raddir. Ef þú vilt hafa samband við samtökin “Heyrum raddir” og fá frá þeim upplýsingapakka eða fréttablaðið skrifaðu þá til eftirfarandi.
Hearing Voices Network, c/o Creative Support
Fourways House, 16 Tariff Street
Manchester, England, MI 2EP
(Sími) 061-228-3896
Það eru einnig tvær nýlegar bækur sem ég mæli með. Fyrri bókin er kölluð Accepting Voices eftir Marius Romme og Sandra Escher (gefið út af Mind Publications, London, England, 1993. Þessi bók er gefin út í Englandi en það er ekki hægt að fá hana í Bandaríkjunum. Ef þú vilt panta bókina frá Englandi skrifaðu þá til samtakanna “Heyrum raddir” á heimilisfangið hér að ofan. Með póstkostnaði ætti bókin að kosta um það bil $30 U.S. dollara. Önnur mjög góð bók sem heitir “Að Heyra Raddir”: Þetta er sjálfshjálpar-og tilvísanabók eftir John Watkins. Bókin er full af hugmyndum um það hvernig hægt er að búa við raddir og hvernig hægt er að eyða þeim. Það er hægt að panta þessa bók fyrir $9.50 U.S . dollara plús $2 fyrir sendingarkostnað frá Richmond Fellowship of Victoria, P.O. Box 130, Brunswick West, Australia 3055 (sími) 03-388-0466 eða með faxi í númerið 03-380-4042.
Þó svo að þessi úrræði og samtökin Heyrum raddir eru að byrja að láta heiminn vita að ekki allar upplifanir af röddum eru sjúklegar eða merki um geðröskun. Margt fólk í hinum vestræna menningar heimi hefur heyrt raddir, þar á meðal St. Paul, Joan of Arc, St. Francis, Socrates, William Blake, George Fox (stofnandi Quakers), Robert Schumann (sem samdi klassíska tónlist) og geðlæknirinn Carl Jung. Það að heyra raddir þýðir ekki endilega að þú sért veikur. Hins vegar er það alveg á hreinu að það eru raddir sem geta verið mjög erfiðar og geta truflað líf okkar og getu til að vinna, eignast vini og náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur o.s.frv. Þeir sem heyra raddir eru byrjaðir að læra hvor af öðrum hvernig hægt er að búa við raddir eða jafnvel losna alveg við þær. Við erum að læra að við þurfum ekki að vera fórnarlömb erfiðra radda. Hér fyrir neðan koma nokkur sjálfshjálpar atriði.
- Ekki einangra þig. Komdu þér í samband við fólk sem þú getur talað við um raddirnar. Hugsanlega stofnaðu samtök þeirra sem heyra raddir í þínu nánasta umhverfi.
- Sumar rannsóknir benda til að ef þú setur teygju um úlnliðinn og togar í og sleppir í hvert sinn sem raddirnar byrja þá verða raddaköstin minni.
- Sumu fólki finnst gott að nota “ég staðhæfinguna”. T.d. raddirnar taka upp á því að segja mér að ég sé hóra, einskis virði, að ég sé ekki góð o.s.frv. Þá segir maður upphátt “núna finnst mér ég vera einskis virði”, “núna finnst mér ég ekki vera góð” og “Nú líður mér eins og hóru” o.s.frv. Þetta er mjög ólíkt því að raddirnar segja að ég sé ekki góð, einskis virði o.s.frv. Með þessu móti þá segi ég það sem ég heyri og eigna mér þannig eigin hugsun og þegar ég geri þetta þá þurfa raddirnar ekki að halda áfram að minna mig á þessa hluti og þagna.
- Haltu dagbók. Sumum hefur fundist það hjálplegt að halda dagbók þar sem skráður er tími, staður, dagur og hvað þeir voru að gera þegar raddirnar byrjuðu. Með því að halda dagbók í nokkrar vikur er möguleiki að þú farir að sjá munstur. Þú gætir t.d. tekið eftir því að raddirnar byrja þegar þú heimsækir fjölskylduna þína, eftir að hafa verið í hóp, rétt fyrir vinnu, aðeins þegar þú drekkur o.s.frv. Þegar þú hefur fundið munstirð geturðu forðast þær aðstæður og þar með þaggað niður í röddunum sem tengjast þessum aðstæðum.
- Prófaðu tónlist. Rannsóknir hafa sýnt að það að nota lítið vasaútvarp eða vasadiskó og hlusta á þína uppáhalds tónlist getur hjálpað til við að þagga niður í röddunum. Það er athyglisvert að það er ekki hljóðstyrkurinn sem skiptir máli í því að þagga niður í röddunum heldur er það frekar það að hlusta á tónlist sem þér líkar. Þannig að ef þú ert hrifinn af Metallica en ert að hlusta á Brahms þá skiptir ekki máli hversu hátt þú hlustar það mun að öllum líkindum ekki virka á raddirnar. Þannig að vertu viss um að þú sért að hlusta á tónlist sem fangar athygli þína og tónlist sem þér finnst skemmtileg!
- Mundu að líkamlegir þætti geta haft áhrif á það að heyra raddir. T.d. sumt fólk heyrir raddir sem eru sérstaklega erfiðar þegar það er með hita eða fyrir tíðir hjá konum. Aðrir upplifa það að raddirnar verða verri þegar þeir nota áfengi, eiturlyf eða önnur lyf sem hægt er að fá yfir búðarborðið eins og koffín, antihistamin (ýmis kvefmeðul) o.s.frv. Það að þekkja hvernig líkaminn bregst við hita, fyrirtíðaspennu, ólyfskyldulegum lyfjum, eiturlyfjum og öðrum líkamlegum einkennum getur hjálpað þér að sjá fyrir hvenær raddirnar verða sem verstar og hjálpað þér að taka út þá þætti sem ýta undir raddirnar eða í það minnsta gera þér kleyft að sjá hversu lengi þér mun líða illa. Til dæmis gætir þú sagt “í hvert sinn sem ég drekk áfengi verða raddirnar verri svo ég ætla að hætta að drekka áfengi” eða þú gætir sagt “í hvert sinn sem ég fæ fyrirtíðaspennu verða raddirnar verri, þannig veit ég að þetta stendur bara yfir í nokkra daga og ég get fengið stuðning félaga minna meðan á þessu stendur.
Það eru til margar aðrar sjálfshjálparaðferðir sem hjálpa einstaklingnum að takast á við raddir og jafnvel útrýma þeim. Kannski hefur þú fundið einhverjar leiðir sem virka fyrir þig. Ef svo, endilega sendu mér línu. Ég mun halda áfram að birta sjálfshjálpargreinar svo lengi sem þið haldið áfram að senda þær inn. Skrifið til:
Fax (978) 681-6426 eða sendið mér póst á via our contact form located at www.tomr90.sg-host.com/contact.html.