Flestir geðlæknar eru þeirrar skoðunar að eina skynsamlega leiðin til að meðhöndla geðklofa sé þegar fyrstu einkenni koma fram og nota til þess geðlyf sem koma í veg fyrir ofskynjanir og ímyndaðar raddir.

Sumir sem rannsaka sjúkdóminn telja að það getið skaði heilann að fresta meðferð.

Í næsta mánuði mun birtast grein í virtu tímariti. Inntak greinarinnar er á þá leið að fólk sem er að lenda í sínu fyrsta geðrofskasti geti komist af án lyfja. Greinin ályktar einnig að ef lyf eru notuð þá geti þessir einstaklingar komist af með mun minni skammta af lyfjunum en venjulega eru gefin. Það kemur einnig fram í greininni að það að meðhöndla fyrstu geðrofseinkenni með lyfjum sé ekki sannað með óyggjandi hætti að sé rétt meðferðarúrræði.

Greinin er byggð á sex rannsóknum sem voru framkvæmdar á árunum 1959-2003. Rannsóknirnar fletta ofan af skiptum skoðunum innan heilbrigðisgeirans sem sjaldan eru ræddar opinberlega.

Síðustu tvo áratugi hafa geðlæknar verið að meðhöndla sjúklinga með geðröskunarlyfjum af meiri hörku en nokkurn tíman fyrr. Þeir hafa jafnvel prófað að gefa unglingum í áhættu hópum lyf til að koma í veg fyrir geðrofsköst.

Flestar rannsóknir benda til þess að lyfjameðferð sé besta leiðin til að koma jafnvægi á einstaklinga sem eru að upplifa sturlunar einkenni. Milljónir manna treysta á lyfin. Þessi nýja rannsókn mun að öllum líkindum ekki breyta því hvernig geðlæknar vinna sína vinnu í nánustu framtíð.

Sumir læknar eru farnir að efast um þá nálgun að gefa lyf öllum sem sýna einkenni geðraskanna. Þeir eru farnir að halda að það megi minnka skammta af lyfjum fyrir suma sjúklinga, hugsanlega vegna þess að sumir sjúklingar eru með mildari einkenni af geðröskunum.

Um það bil þrjár milljónir manna í Bandaríkjunum þjást af geðklofa og mikill meiri hluti þeirra tekur geðlyf. Sumir taka þau daglega en aðrir með hléum.

Dr. William Carpenter stjórnandi “University of Maryland’s Psychiatric Research Center” og ritstjóri “The journal Schizophrenia Bulletin” mun gefa út grein í apríl. Dr. Carpenter sagði eftirfarandi “pendúláhrifin eru orðin of mikil. Sveiflan er öfganna á milli. Á að gefa lyf eða ekki lyf”.

Dr. Carpenter sagði einnig að þó svo geðlyf væru aðalmeðferðarúrræðið í flestum tilfellum þá væri starfstéttin of ágeng í að útdeila lyfjum og í framhaldi af því skildi hún eftir lítinn vettvang til að prófa aðrar aðferðir eins og til dæmis að sleppa lyfjagjöf og fylgjast náið með sjúklingnum eftir að hann hefur fengið sitt fyrsta geðrofskast. Hann sagði svo að lokum “Þetta er umdeilt málefni og ég taldi nauðsynlegt að koma því á framfæri”.

Aðrir fagaðilar hafa varað við því að niðurstöður þessarar skýrslu séu hættulegar og beri vitni um einhliða túlkun á innihaldi skýrslunnar.

“Ég er yfirleitt nokkuð hófsamur maður” segir Dr. Jeffrey Lieberman stjórnarformaðurpsychiatry at Columbia University Medical Center og stjórnandi New York State Psychiatric Institute. Hann segir “Hvað varðar þessa skýrslu þá er ég 110 % viss í minni sök: Ef sjúkdómsgreiningin er augljós, þá eru það mikil mistök að meðhöndla sjúkdóminn ekki með lyfjum og getur skaðað möguleika hans á að ná bata. Það er hreint og beint út í hött.

Í sömu skýrslu athugaði John Bola aðstoðar prófessor í félagsfræði við háskólann í suður Kaliforníu sex langtíma rannsóknir með 623 einstaklinga sem höfðu upplifað geðrofseinkenni.

Allt þetta fólk var skráð í rannsóknirnar stuttu eftir að hafa greinst með geðrofseinkenni eftir fyrsta eða annað geðrofskast.

Í þessum rannsóknum var rúmlega helmingur sjúklinganna meðhöndlaður strax með geðlyfjum á meðan hinn helmingurinn var ekki meðhöndlaður með lyfjum  allt frá þrem vikum til sex mánaða.

Þeir einstaklingar sem störfuðu eðlilega án lyfja héldu áfram í rannsókninni lyfja lausir. Einstaklingarnir sem upplifðu afturför fengu lyf.

Tvær af sex rannsóknunum leiddu í ljós að eftir ár eða meira voru sjúklingarnir sem fengu lyf betri hvað varðar samskipti við annað fólk, vinnu og áhættuna á að verða aftur lagðir inn á geðdeild. Hinir sem ekki fengu lyf komu verr út.

Hinar fjórar af sex rannsóknunum leiddu í ljós hið gagnstæða: það er að þeir sem fengu minni skammta af lyfjum komu svolítið betur út úr rannsókninni. En þegar allt kom til alls voru rannsóknirnar ónýtar. Þær sýndu engan raunverulegan mun á hópunum tveim. 

Sjúklingarnir sem voru á fullum lyfjaskömmtum voru að taka eldri geðrofslyf eins og til dæmis Haldol. Svipaðar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar með nýrri geðlyfjum eins og Risperdal.

Það sem mér finnst mest sláandi varðandi þessa skýrslu er skorturinn á þekkingu hvað varðar langtímaáhrif “fyrstu meðfeðrar” á sjúklinga, skrifar Dr. Bola í blaðið.

Fyrri rannsóknir sem gáfu til kynna að lyf virkuðu vel í meðferð á geðröskunum fólu í sér margar kannanir sem ekki höfðu samanburðahóp fólks sem var ekki á lyfjum.

Mín tilgáta er á þá leið að það séu til smærri hópar fólks með geðraskanir sem geta verið án lyfja líklega vegna þess að um er að ræða mildari útgáfu af sjúkdóminum segir Dr. Bola sem hefur barist gegn ofnotkun lyfja. Hann segir síðan í viðtali að í ljósi þessarar umræðu þurfum við að vera varkár í því að gefa fólki lyf eftir að það hefur upplifað sitt fyrsta geðrof, sérstaklega ef það er möguleiki að þessir einstaklingar geti verið lyfjalausir.

Rannsóknir sína að 10 til 40 % fólks með geðrofseinkenni geti komist af án lyfja. Vandamálið er að það er engin leið finna út né prófa hverjir þessir einstaklingar eru. Geðlæknar segja að sé lyfjagjöf sleppt sé það mjög hættulegt gagnvart einstaklingum sem eru í slæmu geðrofskasti. Geðlæknar segja einnig að geðrofsköst eigi til með að versna með tíma ef ekki er gripið inn í með einhverri læknismeðferð. Áhrifin á heilann eru enn ókunn.

Dr. Thomas McGlashan prófessor í geðlækningum við Yale háskólann segir eftirfarandi: Geðrofsástand er hættuástand. Fólk hagar sér óskynsamlega og  gerir hættulega hluti. Frummeðferðin hlýtur að vera sú sem virkar best og það er lyfjameðferð. Einnig þarf að reyna að fá einstaklinginn í samtalsmeðferð.

Málefnið er mjög mikilvægt fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Fyrstu geðrofseinkenni koma oft í gagnfræðaskóla eða menntaskóla. Þau geta raskað lífi  ungmenna á mikilvægum tíma í lífi þeirra og jafnvel leitt til sjálfsvígs. John Caswell, 50 ára rithöfundur sem býr í Líbanon hafði þetta að segja: ég reyndi tvisvar sinnum að fremja sjálfsmorð eftir að hafa hætt á lyfjunum.

“Einu sinni upplifði ég ofskynjanir í akstri. Ég var að hlusta á trúarlega útvarpstöð og fékk þá hugmynd að ég ætti að deyja og vakna síðan upp og byrja nýtt líf sagði Caswell. Hann ók síðan bílnum sínum út af veginum og á vegrið.  

Síðan þá hefur Caswell tekið Risperdal (geðlyf) daglega við sjúkdómi sínum. Hann segist treysta á lyfið eins og sykursýkissjúklingur treystir á Insulin.

Samt sem áður var framkvæmd stór rannsókn árið 2005 sem leiddi í ljós að á 18 mánaða tímabili hættu 3/4 af einstaklingunum á geðklofalyfjunum vegna óánægju.

Geðlyfin hafa miklar aukaverkanir. Eldri lyfin geta framkallað aukaverkanir eins og skjálfta og hreyfihömlun sem er lík einkennum Parkinsonsjúkdóms, þessi sjúkdómur er kallaður tardive dyskineasia. Sum nýrri geðlyf hafa þá aukaverkun að fólk þyngist og áhættan eykst á því að fá sykursýki. Hvað varðar eldra fólk þá aukast líkurnar á ótímabærum dauða.

Sérfræðingarnir segja: Geðlyf valda breytingum í heilastarfseminni sem eru að miklu leyti ókunn. Lyfin deyfa þær stöðvar í heila sjúklings er snúa að framleiðslu dopamine. Dopamine er boðefni sem virðist aukast í fólki sem er að lenda í geðrofskasti. 

Aðlögunarhæfni líkamans bregst við með því að auka dopamine framleiðsluna sem síðan gæti gert heilann viðkvæmari gagnvart framtíðar dopamine “árásum” sem ekki eru meðhöndlaðar. “Lyf geta bjargað einstaklingum í krísu. Þau geta  aftur á móti einnig sett sjúklingana í meiri hættu á að fá annað geðrofskast ef lyfjatöku er hætt. Ef lyfjatöku er haldið áfram er hætta á dopamine skorti.” skrifar Dr. McGlashan frá Yale háskólanum í viðauka við skýrslu Dr. Bola.

Af þessum ástæðum hafa margir fyrrverandi geðsjúklingar efast um hversu gáfulegt það er að meðhöndla geðrof með svona afgerandi hætti. Sérstaklega hjá einstaklingum í áhættuhóp sem ekki hafa enn sýnt alvarleg einkenni.

 Will Hall 40 ára geðheilsu talsmaður í Northhampton segir að ef hann hefð haldið áfram að taka geðlyf þá væri líf hans ekki eins gott og það er í dag. Hall var lagður inn á spítala eftir sjálfsvígs tilraun fyrir 14 árum og settur á geðrofslyf í um það bil 4 mánuði.

Hall sagði að hann heyrði enn raddir, vélarhljóð og ímynduð samtöl en með tímanum hefðu ofskynjanirnar orðið minna ógnvekjandi.

Í símaviðtali segir Hall eftirfarandi. “Ég er mjög varkár þegar kemur að fyrstu aðvörunarmerkjunum um að eitthvað sé að eins og truflanir og hljóð. Ég tala við fólk og passa mig á því að einangra mig ekki. Hann heldur áfram og segir “fólk getur lært trikk til að takast á við einkennin þannig að það bugist ekki”.

Mörg prógrömm hafa hjálpað einstaklingum að takast á við geðrofseinkenni með litlum skömmtum af geðlyfjum. Í einni hóprannsókn í Finnlandi komust rannsóknarmenn að því að kröftug fjölskyldumeðferð hjálpaði meira en 40% af sjúklinga sem voru með fyrstu einkenni geðrofs til að ná töluverðum bata án geðlyfja. Þessi hópur hefur verið lyfjalaus í meira en tvö ár.

Önnur athugun í Svíþjóð gaf til kynna að margir einstaklinar geta starfað eðlilega með litlum skömmtum af geðlyfjum eða jafnvel án lyfja eftir fyrsta geðrofskast.

Bæði þessi lönd hafa gott heilbrigðiskerfi þar sem auðvelt er að nálgast bæði  sálfræðimeðferð og innlögn á geðspítala. Í Bandaríkjunum segja geðlæknar að það að taka sjúklinga af lyfjum myndi skilja þá eftir varnarlausa og gætu þeir því fallið aftur í sama farið án nauðsynlegs stuðnings. Aðeins í tilraunaumhverfi þar sem sjúklingarnir gefa samþykki sitt að taka þátt eru læknar tilbúnir að leyfa fólki sem er að upplifa sitt fyrsta geðrofskast að vera lyfjalausir.

“Niðurstaða mín er á þá leið að um er að ræða sjúkdóm sem er mjög mikil áskorun að takast á við. Allir sjúklingar eru ólíkir og við þurfum að rannsaka sjúkdóminn meira, finna meðferð og sníða hana að þörfum einstaklingsins” segir Dr. John Kane stjórnarformaður geðdeildar við Zucker Hillside sjúkrahússins í Glen Oaks, N.Y.

Varðandi suma sjúklinga segir hann að við verðum að fara mjög varlega og forðast stórar yfirlýsingar um hvaða meðferð sé heppilegust