Fagfólk hefur þá tilhneigingu að vilja rökræða virkni nýrra geðlyfja en það lítur fram hjá lykilatriðum varðandi bata.
Þegar bróðir minn Robert kom fyrst á Bronx Psychiatric Center árið 1998, Dr. Alvin Pam, yfirmaður sálfræðideildarinnar sagði mér að það væri sameiginlegt átlit starfsfólksins að Robert myndi aldrei geta lifað án stuðnings og ef hann væri útskrifaður yrði það hlutskipti hans að fara inn og út af geðdeild það sem eftir væri. Á þessum tímapunkti hafði bróðir minn verið sjúklingur í New York geðheilsukerfinu í nær 40 ár og honum hafði verið gefið næstum því allar tegundir af geðlyfjum sem til eru.
En honum hafði ekki verið gefið nýju geðlyfin, hin svokölluðu atypical antipsychotics. Rannsókn National Institute of Mental Health komst nýlega að þeirri niðurstöðu að þessi nýju lyf væru lítið betri en gömlu geðlyfin, þessi uppgötvun hefur haft í för með sér miklar rökræður innan geðheilbrigðiskerfisins. Viðbrögð Roberts gagnvart þessum nýju lyfjum virtust vera mikil. Nokkrum mánuðum eftir að Robert byrjaði að taka þessi lyf hringdi Dr. Pam og sagði að bati hans væri kraftaverk. Hann hugsaði skýrt, var laus við ofskynjanirnar og spítalinn var að undirbúa að útskrifa hann.
Nokkrum vikum seinna hringdi Robert. “Alan er að fara – Alan er að fara!” öskraði hann. Alan hafði verið félagsráðgjafi bróður míns, maður sem bróðir minn hafði verið mjög háður og hafði þekkt árum saman eftir margra ára veru á spítalanum. Ég hringdi og komst að því, án viðvörunar að Alan hafði verið færður á annan spítala.
Robert byrjaði að fá bræðiköst, ofskynjanir, líkamlega skjálfta, órökréttar óttatilfinningar, kvíðaköst og hann varð hættulega örlyndur og þunglyndur. Það leið meira en ár þangað til Robert fékk aftur reynslulausn frá spítalanum. Spurningarnar voru þá : hvers vegna hættu lyfin að virka svona vel? Hvað varð um kraftaverkalækningu þessara nýju lyfja? Af hverju virkuðu lyfin svo vel á mánudegi en hættu að virka á þriðjudegi? Svarið var: vegna þess að Robert hafði tapað sambandi við aðra manneskju sem skipti hann miklu máli og var áríðandi þáttur í bataferli hans.
Á þessum tíma var ég að undirbúa bók sem ég var að skrifa, ég var að taka viðtöl við hundruðir einstaklinga sem þjáðust af geðsjúkdómum. Þetta var fólk sem hafði oft verið lagt inn á stofnun á 10 ára tímabili eða lengur og þetta fólk hafði náð fullum bata, læknar, lögfræðingar, kennarar, umsjónarmenn og félagsráðgjafar. Hvað var það sem orsakaði batann?
Sumir bentu á nýju lyfin, sumir bentu á gömlu lyfin, sumir héldu því fram að þeir hefðu fundið Guð, sumir sögðu að eitthvað ákveðið prógramm hefði skipt sköpum, en hvað svo sem þau sögðu þá var eitt sameiginlegt með þeim öllum, Þau sögðu öll að lykilatriðið hefði verið persónulegt samband við aðra manneskju. Yfirleitt var þessi manneskja fagaðili, félagsráðgjafi, hjúkrunarkona eða læknir. Stundum var það prestur eða fjölskyldumeðlimur. Í öllum tilfellum var það návist annarrar manneskju í lífi þeirra sem sagði “ég trúi að þú munir ná bata og ég verð hér þangað til það gerist”. Þannig var það með bróður minn, í gegnum samtöl hans við Alan og Dr. Pam sem neitaði að gefast upp á bróður mínum þrátt fyrir neikvæð viðhorf samstarffólks hans sem sögðu að Robert myndi aldrei búa útaf fyrir sig. Robert hefur nú verið einkennalaus í sex ár, sem er lengsta tímabil heilbrigðis í lífi hans.
Á heimili Roberts í Project Renewal í Hell’s Kitchen, er starfsfólkið einlægt og ákveðið gagnvart þeim 60 einstaklingunum sem þar búa. Endurinnlagnir inn á spítala eru minni en 3% á ári og stjórnandi Jim Mutton segir “flestir einstaklingar halda áfram að taka lyfin sín árum saman án vandræða”.
Eins og Jim, þá hef ég einnig orðið vitni að hundruðum fólks sem voru heimilislausir og með geðsjúkdóm ná sér aftur á strik, ekki bara með miklu úrvali af lyfjum heldur einnig með samböndum við fólk eins og Jim og Dr. Pam sem trúa því að þó pillur séu oft hjálplegar, þá eru þær bara lítill partur af heildarlausninni og því meira sem við einbeitum okkur að lyfjalausnum þá lítum við framhjá því sem skiptir jafn miklu máli og það er fólk sem aðstoðar fólk á langtíma grundvelli.
Í borginni New York eru meira en 60.000 einstaklingar sem búa við geðræn vandamál. Hvaða máli skiptir það ef eitt lyf er betra en annað ef 34.500 af þessu fólki á sér ekki heimili og þar af leiðandi enga möguleika á því að fá vinnu, ekkert val um meðferð og engan aðgang að einlægu og samviskusömu fólki sem fær þokkaleg laun fyrir að vinna með þeim.
Við þurfum að útvega mikið úrval af geðlyfjum og við þurfum að rannsaka virkni þeirra. Við þurfum líka að finna leiðir fyrir fólk með geðraskanir að öðlast það sem við öll þurfum og það er fólk sem við getum treyst á og hjálpar okkur í gegnum erfiðleika. Þegar við höfum komist í gegnum erfiðleika okkar og getum komist aftur inn í samfélagið, verandi dásamlega ófullkomnar mannverur.
Neugeboren lives in New York City.
© 2006 Newsweek, Inc.