Við sem höfum fengið bata á geðrænum vandamálum þekkjum það frá fyrstu hendi að bati okkar er raunverulegur. Við vitum að bati er meira en þrautahlé á  sjúkdómi sem er okkur þungbær. Við höfum náð bata og erum heil þar sem við vorum áður brotin. Samt sem áður stöndum við oft andspænis fagaðilum sem spyrja hvernig fórst þú að því að ná bata í svona vonlausri stöðu? En þegar við komum okkar vitnisburði á framfæri segir fagfólkið að við séum undantekning. Þeir kalla okkur gervisjúklinga. Þeir segja að okkar reynsla fari ekki saman við reynslu þeirra af veiku fólki á legudeild.

Ég lenti nýlega í því að upplifa aftur þetta neikvæða viðhorf til bata. Vinkona  mín, meðan hún var í kennslustund í sálfræði sagði að hún þekkti einstakling sem þjáðist af geðklofa og hefði náð bata og væri nú geðlæknir. Hann hlýtur að hafa verið ranglega greindur, svaraði  prófessorinn. Í framhaldi af þessu endurskoðaði þessi vinkona mín sjúkdómseinkenni mín. Hún komst að því að ég uppfyllti hinn svokallaða DSM 4 (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) staðal hvað varðar geðklofa á árunum 1969-1974. Þegar hún afhenti prófessornum sjúkrasögu mína, þá skipti hann um skoðun og játaði að geðklofs greiningin hefði verið rétt. Hann efaðist hins vegar um að ég hefði náð bata og sagði, “nú höfum við tilfelli þar sem læknirinn er veikur”. Eftir að hafa unnið mér inn gráðu í geðlækningum, og starfað sem læknir í samfélags geðhjálparstöðinni í 11 ár og  stjórnað “National Empowerment Center” í 3 ár, tel ég mig hafa sannað að ég er ekki “veikur” læknir. Þetta tilfelli opinberar dýpt neikvæðninnar væntinga sem kennd er nemendum. Þegar allt kemur til alls er litið svo á að geðraskanir séu ólæknanlegt ástand sem engin lækning sé til við. Það leiðir því af sjálfu sér að sá sem náð hefur bata frá geðklofa getur ekki hafa verið veikur. Þetta ástand skilur okkur eftir með engan sem hefur persónulega reynslu af því hvað hjálpar og hvað veldur sársauka hjá þeim sem ekki geta tjáð sig vegna erfileika sinna.

Þetta dæmi leiðir í ljós ógöngurnar sem mörg okkar upplifa, sem höfum náð bata af geðröskunum. Það væri auðveldara frá skammtímasjónarmiðum að segja engum frá okkar reynslu. Fyrir mörg okkar þá eru kostirnir fleiri en áhættan sem því fylgir að segja frá. Með því að segja frá þá opnum við fleiri möguleika fyrir jafningjastuðning, við höldum áfram að ná frekari bata og drögum úr skömm fyrir þá sem á eftir okkur koma. Það að hafna reynslusögum okkar eftir að við höfum tekið áhættu gagnvart samfélagslegri stöðu okkar, vinnu og tryggingum er hrein móðgun.

Sama svartsýnin er til í læknisfræðilega geiranum varðandi batahorfur fyrir langtíma líkamlega sjúkdóma, eins og t.d. hjartasjúkdóma og krabbamein. Jafnvel þó sannanir liggi fyrir um að fólk geti sigrast á þessum sjúkdómum (Sjá Healing and the mind by Bill Moyer’s). Ég er sammála doktor Andrew Weil, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu í bók sinni (Spontaneous Healing) að læknisfræðileg bölsýni rís í kjölfar þess að ástundun á læknisfræði veitir okkur þá blekkingu að við höfum stjórn á lífi og dauða, (og andlegu heilbrigði)…Í hvert sinn sem sjúklingur nær ekki bata eða sérstaklega ef hann deyr þurfa læknar að horfast í augu við þá staðreynd að “stjórn” þeirra er blekking. Ég er einnig sammála þeirri kenningu sem segir að við höfum öll innbyggt sjálfsheilunarkerfi. Það er grunnurinn að NEC´s (National Empowerment Center) eða Valdefling hugmyndafræðinni þar sem viðkomandi notar “sjálfseflingu” til að ná fram bata.

Í þeirri viðleitni að styðja hugmyndina um bata frá geðsjúkdómum ætlar NEC að standa fyrir rannsóknum á bata og lækningu. Við viljum skrá niður þá þætti sem svo mörgum okkar þykja mikilvæg þegar kemur að bata og gildum hlutverkum í samfélaginu. Eru til sértækar lausnir sem við höfum fundið? Eru sambönd, bæði fagleg og persónuleg sem hafa hjálpað? Er til námsefni eða námskeið sem hafa gagnast? Við viljum gjarnan fá þína reynslusögu. Við erum sérstaklega að leita að sögum frá unglingum og lituðu fólki, vegna þess að þessir hópar eru oft skildir eftir í stuðningshópum. Við getum ekki lofað að allar sögurnar verði notaðar en  við munum viðurkenna höfund fyrir allar greinar sem notaðar verða, þ.e.a.s. ef þess er óskað.

Með því að segja okkar sögur hjálpum við til með að minnka svartsýnina og skömmina. Í hvert sinn sem við gerum það gefum við öðrum sem eru að leita að upplyftingu nýja von og gerum heiminn að öruggari stað fyrir þessar sálir að snúa aftur til.