Í okkar síðasta fréttablaði lagði ég sérstaka áherslu á hversu mikilvægt er að hafa fólk í kringum sig sem trúir á okkur. Ég benti á að þetta fólk veitir okkur sjálfstraust og trúir á hæfileika okkar. Það sem ég hefði átt að segja er að þetta fólk trúir á að við getum náð bata. Ég var minntur á hversu mikilvæg þessi trú er í bataferli okkar þegar ég fékk nýlega bréf frá lesanda. Hún fann sig knúna til að skrifa mér vegna þess að hún var persónulega snortin af grein sem birtist í fréttablaði, “Recovery is real”. Hún hafði lesið um reynslu mína um hvernig bata mínum var hafnað af sálfræðiprófessor og hún var undrandi á því hversu líkar reynslusögur okkar voru. Hún skrifaði: 

“Ég þjáðst af alvarlegum geðsjúkdómi milli áranna 15 – 30 ára  (ég er nú 53). Þökk sé guði tókst mér að finna leið út úr þessu ástandi og hef nú náð fullum bata. Fyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til að vinna fyrir geðheilsustofnun sem ritari fyrir framkvæmdarstjórann. Því miður gerði ég mér ekki grein fyrir því að hugarástand hans væri líkt því sem þú lýsir í grein þinni. Hann gerði þá kröfu að annaðhvort neitaði ég því að hafa verið veik eða að snúa aftur til þess að vera “geðsjúklingur”. Á endanum var ég þvinguð til að hætta að vinna vegna þessara fordómafullu viðhorfa”. Hún sendi okkur líka bréf sem var stílað á ritstjóra staðbundins blaðs þar sem farið var ýtarlega út í þetta málefni. 

“Meðan ég vann sem ritari í nokkur ár í geðhjápargeiranum tók ég eftir því að margir starfsmenn trúðu ekki að hægt væri að ná fullum bata. Þeir flokka alla sem annað hvort “veika” eða “heilbrigða” og skilgreina sjálfa sig sem heilbrigða. Þeirra sannfæring um að þeir séu “heilbrigðir” virðist vera byggð á samanburði milli þeirra sem eru veikir og þeirra sem eru heilbrigðir í stað raunverulegar sjálfsþekkingar. Þetta gerir þessa starfsmenn ótrúverðuga og á endanum gera þeir meira ógagn en gagn vegna þess að þeir styðja ekki sjúklinga í að ná fullum bata.” 

“Vinna á þessum starfsvetfangi er flókin og krefjandi. Hún krefst þess að einstaklingarnir séu vel upplýstir, öruggir með sig og að þeir geri sér grein fyrir því að fullur bati er mögulegur.” 

Hún hefur náð bata frá geðsjúkdómi en á sama tíma meðan hún var að vinna á geðheilsustofnun var bata hennar hafnað. Þetta viðhorf sem segir að einstaklingar sem veikjast af geðsjúkdómum geti ekki náð bata heldur verði ávallt veikir er mjög slæmt. Þessi skoðun truflar hið andlega bataferli og kemur í veg fyrir að einstaklingurinn finni sig hæfan þegn í samfélaginu. Þessi viðhorf trufla einnig frumkvæðið sem er einstaklingum nauðsynlegt þegar kemur að því að sækja vinnu og stofna til langtímasambanda sem eru ómissandi þættir þegar kemur að bata. (Sjá grein um “work and recovery”).

Trúin að maður geti náð bata af geðsjúkdómum er vel grundvölluð kenning sem er mikilvægur þáttur í bataferlinu. Dr. Herbert Benson hefur einnig bent á þetta atriði í bók sinni “Timeless healing”. Deepak Chopra bendir á það í bók sinni “Quantum Healing” að trúin á bata sé mjög mikilvæg. Hann ræðir um það í Ayurvedic lækningum: 

“Ayurveda er…kerfi sem notað er til að lækna ranghugmyndir, til að fjarlægja burtu þessi sannfærandi einkenni sjúkdómsins og leyfa heilbrigðum raunveruleika að komast að. Nafnið Ayurveda kemur úr tveim Sanskrít rótum, Ayus sem merkir líf og Veda sem merkir þekking eða vísindi. Hin bókstaflega merking er því “vísindi lífsins”…Ég eyði mikið af mínum tíma bara í að tala, reynandi að fá fólk til að vera ekki svona heltekið af sínum sjúkdómi. Í Ayurveda er þetta fyrsta og mikilvægasta skrefið í því að ná bata. Svo lengi sem sjúklingurinn er heltekinn af sjúkdómseinkennum sínum er hann fastur í raunveruleika þar sem veikindi eru alsráðandi. Ástæðan fyrir því að hugleiðsla er svo mikilvæg í Ayurveda er sú að hún leiðir hugann inn á frísvæði sem er ósnortið af sjúkdóminum Þar til að þú áttar þig á því að slíkur staður sé til mun sjúkdómurinn heltaka þig. Þetta er helsta blekkingin sem þarf að rífa niður”.

Það er hvetjandi að vestræn læknisfræði skuli vera byrjuð að viðurkenna hversu mikilvæg trú á bata sé þegar kemur að líkamlegum sjúkdómum, það veldur hins vegar áhyggjum að geðlækningar hafa ekki gert hið sama. Jafn vel þó vægi persónulegrar reynslu og faraldsfræðilegar rannsóknir sýni að flest fólk geti náð sér á strik, orðið virkir meðlimir í samfélaginu og náð bata af geðröskunum þá heldur geðheilsugeirinn áfram að líta svo á að um sé að ræða varanlega og ólæknandi sjúkdóma. Því fleiri okkar sem höfum náð bata og getum sagt okkar sögu þeim mun áhrifameiri verðum við. Við óskum eftir að fá bréf frá þeim sem náð hafa fullum bata frá geðsjúkdómum. Eins og ég bendi á í annarri grein í þessu fréttablaði, þegar við tölum um “fullann bata” meina ég að einstaklingurinn sé samfélagslega virkur, geti tekist á við álagið sem fylgir því að vera til og ekki sé litið á hann sem veikan.